Í felum á bæ í Borgarfirði

mbl.is/GSH

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórir karlmenn, sem handteknir voru vegna skotárásarmáls, sæti gæsluvarðhaldi, einn til 16. desember og þrír til 22. desember.

Mennirnir, sem eru allir félagar í mótorhjólafélaginu Outlaws, eru grunaðir um að hafa skotið tvisvar úr haglabyssu á bíl á Sævarhöfða í Reykjavík að kvöldi 18. nóvember.

Í úrskurðum héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti alla, kemur m.a. fram að tveir mannanna fóru upp í Borgarfjörð morguninn eftir skotárásina og földu sig þar á sveitabæ. Meðal gagna í málinu eru myndir úr myndvélakerfi Hvalfjarðaganga, um kl. 9 þennan morgun, sem sýni mennina í bílnum.

Áfram í varðhaldi vegna skotárásar í Bryggjuhverfinu

Forsprakki Outlaws settur í gæsluvarðhald til 8. desember

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert