Óheimilt að byggja á Perlureitnum

Þau eru mörg handtökin sem þarf til að viðhalda einu …
Þau eru mörg handtökin sem þarf til að viðhalda einu helsta kennileiti borgarinnar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Svarið er stutt og laggott. Svarið er nei,“ segir Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri Reykjavíkur, aðspurð hvort núverandi deiliskipulag heimili að reist verði hótel við Perluna. Fram hefur komið að hæstbjóðendur í mannvirkið hafi til skoðunar að reisa hótel á reitnum.

Ólög segir ljóst að engar skyndiákvarðanir verði teknar um að heimila framkvæmdir á reitnum.

„Öskjuhlíðin er mikilvægt útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga og höfuðborgarsvæðið. Því þyrfti að breyta aðalskipulagi og deiluskipulagi til að heimila þar slíkar framkvæmdir. Framundan væri langur ákvörðunarferill. Málið er hvorki komið til umræðu hjá skipulagssviði né skipulagsráði Reykjavíkur. Við höfum rætt um að rýna Öskjuhlíðina út frá hennar hlutverki sem útivistarsvæði í borginni og jafnvel í samvinnu við Háskólann í Reykjavík,“ segir Ólöf.

„Ég tel afar hæpið að teknar yrðu skipulagslegar ákvarðanir um Öskjuhlíðina eingöngu á grundvelli sölu Perlunnar. Það sem er til sölu er Perlan sjálf en enginn byggingarréttur. Ég hefði haldið að slíkar ákvarðanir yrðu teknar í allt öðru og stærra samhengi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert