Landsliðskona slasaðist

Fanney Guðmundsdóttir.
Fanney Guðmundsdóttir. mbl.is/Guðmundur Jakobsson

Fann­ey Tor­björg Guðmunds­dótt­ir, landsliðskona á skíðum, slasaðist al­var­lega á aðfanga­dag þar sem hún var að æfa sig í Gei­lo í Nor­egi. Hún er nú á Ul­levål-sjúkra­hús­inu í Ósló þar sem hún gengst und­ir aðgerð í fyrra­málið.

Fann­ey var á skíðum í Gei­lo í Nor­egi á aðfanga­dags­morg­un þegar hún datt á mikl­um hraða og þeytt­ist út úr bakk­an­um. Hún lenti á tré með þeim af­leiðing­um að fjöl­mörg bein í lík­ama henn­ar brotnuðu, að sögn föður henn­ar.

Fann­ey var meðvit­und­ar­laus þegar að henni var komið og andaði ekki. Með skjót­um og rétt­um viðbrögðum þeirra sem að komu náðist að koma lífi í stúlk­una. Hún var al­gjör­lega lömuð fyr­ir neðan háls fyrst í stað vegna áverka á mænu­stofni.

Flogið var með hana til Ul­levål-sjúkra­húss­ins í Ósló þar sem hún gengst und­ir flókna aðgerð á hálsi, tveim­ur efstu hryggj­arliðum, í fyrra­málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert