Andlát: Jóhanna Tryggvadóttir

Jóhanna Tryggvadóttir.
Jóhanna Tryggvadóttir.

Jóhanna Tryggvadóttir lést að kvöldi 28. desember á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi í Kópavogi.

Jóhanna fæddist 29. janúar 1925. Hún var dóttir Tryggva Ófeigssonar útgerðarmanns og konu hans Herdísar Ásgeirsdóttur, næstelst fimm systkina. Elstur var Páll Ásgeir og yngri eru Rannveig, Herdís og Anna.

Jóhanna giftist Jónasi Bjarnasyni kvensjúkdómalækni, síðar yfirlækni á St. Jósefsspítala, árið 1948 og bjuggu þau allan sinn búskap á Kirkjuvegi 4 í Hafnarfirði. Þeim varð átta barna auðið og lifa sjö þeirra; Bjarni heimilislæknir, Tryggvi kírópraktor, Helga fjármálastjóri, Jónas framkvæmdastjóri, Herdís hjúkrunarfræðingur, Jóhanna leikkona og Ásgeir innanhússarkitekt. Barnabörnin eru 16 og barnabarnabörn sex. Jónas Bjarnason lést 1998.

Jóhanna er af mörgum talin einn af frumkvöðlum á Íslandi varðandi heilsurækt og holla lífshætti. Hún var einn af stofnendum Heilsuræktarinnar í Glæsibæ um 1970 og var leiðbeinandi þar í líkamsrækt og jóga. Hún varð fyrsta konan á Íslandi til að ná svörtu belti (1. dan) í júdó og á efri árum var hún gerð að heiðursfélaga í Glímufélaginu Ármanni.

Jóhanna var um árabil umboðsmaður á Íslandi fyrir portúgalska stórfyrirtækið EFACEC, sem framleiddi spennubreyta og fleiri vörur til raforkuframleiðslu. Þá stofnaði hún og rak ferðaskrifstofuna Evrópuferðir, sem sérhæfði sig í ferðum til Portúgals.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert