Eldsneytisverð rýkur upp

Eldsneytisverð hefur hækkað umtalsvert síðustu daga á Íslandi
Eldsneytisverð hefur hækkað umtalsvert síðustu daga á Íslandi Reuters

Verð á eldsneyti hefur rokið upp síðustu daga og hækkaði síðast í dag. Ódýrast er bensínið hjá Orkunni þar sem lítrinn kostar 236,30 krónur en er dýrast hjá Skeljungi þar sem lítrinn kostar 238,40 krónur. Dísilolían er enn dýrari en hún er ódýrust hjá Orkunni þar sem lítrinn kostar 249,80 krónur. Dísilolían er dýrust hjá Skeljungi, sem á og rekur Orkuna, N1 og Olís en hjá þessum olíufélögum kostar lítrinn af dísil 250,80 krónur.

Hinn 28. desember sl. kostaði bensínlítrinn 227,60 krónur og dísillítrinn 242,20 krónur hjá Orkunni. Þann dag var lítrinn af bensíni og dísil dýrastur hjá Olís, bensínlítrinn kostaði 231,90 krónur og dísillítrinn 244,50 krónur.

Þetta þýðir að bensínlítrinn hefur hækkað á átta dögum um 8,7 krónur og dísillítrinn um 7,6 krónur. Um áramót hækkaði vöru- og kolefnisgjald á bensín og dísilolíu um  3,50 kr. á lítra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka