Samkomulag um stuðning?

Bjarni Harðarson í Silfri Egils.
Bjarni Harðarson í Silfri Egils.

Bjarni Harðarson, sem var upplýsingafulltrúi Jóns Bjarnasonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sagði í Silfri Egils í dag, að það væri alveg ljóst að stjórnarflokkarnir hefðu gert samkomulag við Hreyfinguna um fullan stuðning á Alþingi ef til vantrauststillögu kæmi.

„Síðan til að losa þá af þeim krók að það kæmi gagnrýni á það samkomulag þá var sagt: allt í plati. Þetta var nú eiginlega innsiglað á síðustu dögum ársins og þannig var þetta; við sáum það á ákveðinni fléttu í fjölmiðlum," sagði Bjarni.

Hann sagði að ríkisstjórnin væri því með tryggan meirihluta á þingi. „Það getur vel verið að hún sitji ekki út kjörtímabilið en hún fellur ekki á venjulegu vantrausti heldur á því að það verði óeirðir innan Samfylkingarinnar," sagði Bjarni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert