Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group sem rekur Flugfélag Íslands, telur einsýnt að fyrirhuguð lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli muni koma niður á framboði og þjónustu í innanlandsflugi. Félagið hafi rétt náð að vera réttum megin við núllið á síðasta ári en nú er gert ráð fyrir að kostnaður við lendingar- og farþegagjöld vaxi úr 207 milljónum króna á ári í 443 milljónir króna á ári.
Bogi segir ekki raunhæft að hækkanirnar leggist ofan á verð til viðskiptavina og félagið geti ekki tekið kostnaðinn á sig sem geti bara endað með niðurskurði í framboði og þjónustu.
Sjá meira.