Vilja senda Eve til fyrri heimkynna á Íslandi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Ómar

Ungur íslenskur selur synti mörg þúsund sjómílna leið eða alla leið að strönd bæjarins Skegness í Lincoln-héraði í Englandi, á milli Bretlandseyja og Þýskalands, þar sem hann fannst. 

Selurinn er sagður hafa fæðst á Íslandi, en hann er urta og hefur nú verið nefndur Eve í breskum fjölmiðlum.

Starfsmenn Natureland í Skegness, en það er griðastaður fyrir seli, vonast til þess að geta flogið með Eve heim til Íslands en þar hyggjast þeir sleppa henni lausri. Að sögn starfsmanna Natureland vita þeir ekki um nokkurn sel sem hefur synt jafn langt í vitlausa átt og Eve.

Nánar má lesa um málið á vef skoska dagblaðsins Daily Record.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert