Rangt að ákæra Geir

Ögmundur segir að hann sjálfur og meirihlutinn hafi gert rangt …
Ögmundur segir að hann sjálfur og meirihlutinn hafi gert rangt við atkvæðagreiðsluna. mbl.is/Kristinn

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun styðja tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga til baka ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir landsdómi. Telur hann að rangt hafi verið að ákæra Geir.

Ögmundur lýsir þessari niðurstöðu sinni í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Eins og allir þingmenn og ráðherrar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs greiddi Ögmundur atkvæði með tillögu um að höfða mál gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum. Við atkvæðagreiðsluna á Alþingi síðla árs 2010 kom í ljós að aðeins var meirihluti fyrir því að ákæra Geir.

„Í mínum huga tók málið þarna eðlisbreytingu. Málaferli sem áttu að beinast að ábyrgð „stjórnmálanna“ á mistökum í aðdraganda hrunsins urðu með þessari atkvæðagreiðslu að málsókn gegn einum einstaklingi. Mistökin, sem ég kalla svo, voru þau að stöðva ekki atkvæðagreiðsluna, þegar sýnt var að hún var að taka á sig afskræmda flokkspólitíska mynd og gefa þingmönnum ráðrúm til að íhuga málið nánar,“ segir Ögmundur í grein sinni og telur að þá hefðu margir sem greiddu atkvæði með málsókn breytt afstöðu sinni og látið eitt yfir alla ganga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert