Stefán Már: Landsdómsmálið

Stefán Már Stefánsson.
Stefán Már Stefánsson.

Stefán Már Stefánsson prófessor skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fjallar um ákæruna í landsdómsmálinu.

Segir hann m.a. að komi fleiri en einn við sögu sem hugsanlegir brotamenn við tiltekin brot ber ákæranda að kanna hvort sami eða svipaður grundvöllur sé fyrir hendi að því er einn eða fleiri varðar.

Þá segir hann í lok greinarinnar:

Leiða má líkum að því að sú sérfræðiþekking sem þingmannanefndin hafði yfir að ráða hafi ekki verið fyrir hendi hjá sérhverjum þingmanni að sama skapi. Þetta á alveg sérstaklega við þar sem sakarefnið beindist að ýmsum meintum athafnaleysisbrotum. Einmitt í slíkum málum eru öll matsatriði um sekt eða sýknu sérstaklega vandasöm.

Af framansögðu má leiða líkum að því að umrædd málsmeðferð Alþingis hafi í þýðingarmiklum atriðum vikið frá almennum og viðurkenndum reglum um höfðun sakamála. Sé það rétt dregur það mjög úr trúverðugleika ákærunnar.

Greinina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert