Steingrímur íhugi stöðu sína

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Svæðisfélög Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Húnaþingi og Skagafirði hafa sent frá sér ályktun þar sem því er beint til formanns flokksins, Steingríms J. Sigfússonar, að hann íhugi alvarlega „stöðu sína sem formaður flokksins í ljósi atburða undanfarinna vikna“. Er ennfremur varað við afleiðingum stefnu og framgöngu forystu VG á fylgi flokksins. Orðrétt segir í ályktuninni:

„Fundur Svæðisfélaga VG í Húnaþingi og Skagafirði, haldinn á Blönduósi 16. janúar 2012, beinir því til formanns flokksins, Steingríms J. Sigfússonar, að íhuga alvarlega stöðu sína sem formaður flokksins í ljósi atburða undanfarinna vikna. Stefna og athafnir flokksforystunnar eru að hrekja í burtu stóran hluta þeirra er kusu flokkinn í síðustu alþingiskosningum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert