Mál Baldurs í Hæstarétti

Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, Baldur Guðlaugsson og Karl Axelsson í Hæstarétti …
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, Baldur Guðlaugsson og Karl Axelsson í Hæstarétti í morgun. mynd/Pressphotos.biz

Aðalmeðferð hófst í morgun í Hæstarétti í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Baldur á síðasta ári í  tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi en hann var talinn hafa nýtt sér innherjaupplýsingar til að selja hlutabréf í Landsbankanum haustið 2008, skömmu áður en bankinn féll.

Söluandvirði hlutabréfanna, sem Baldur seldi, var einnig gert upptækt en um var að ræða 192 milljónir króna.

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari flytur málið í Hæstarétti fyrir hönd ákæruvaldsins. Karl Axelsson er lögmaður Baldurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert