Hallur Már -
Guðmundur Felix Grétarsson náði í gær takmarki sínu að safna 40 milljón krónum fyrir handaígræðsluaðgerð í Frakklandi. Frá því að söfnunin hófst í september hafa þúsundir einstaklinga og fyrirtækja lagt Guðmundi lið og stærsta framlagið upp á 4 milljónir króna kom frá Oddfellow-stúku en einn einstaklingar gaf 2 milljónir.
Ef allt gengur að óskum segir Guðmundur mögulegt að vera kominn heim að nýju eftir 2-3 ár með ágræddar hendur.