Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu

Vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður.
Vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. mbl.is

Súðavíkurhlíð hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu og ófærðar. Tekin var ákvörðun um að loka hlíðinni vegna þess að þegar hefur orðið vart við  nokkur smærri snjóflóð í hlíðinni að sögn Geirs Sigurðssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á ísafirði. Það geti þýtt að von sé á fleiri og stærri snjóflóðum en auk þess fari veður versnandi á svæðinu.

Aðspurður segir Geir ekki ólíklegt að Súðavíkurhlíð verði lokuð til morguns.

Ófært er til Þingeyrar, Flateyrar og Suðureyrar frá Ísafirði og beinir Vegagerðin þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert