Súðavíkurhlíð hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu og ófærðar. Tekin var ákvörðun um að loka hlíðinni vegna þess að þegar hefur orðið vart við nokkur smærri snjóflóð í hlíðinni að sögn Geirs Sigurðssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á ísafirði. Það geti þýtt að von sé á fleiri og stærri snjóflóðum en auk þess fari veður versnandi á svæðinu.
Aðspurður segir Geir ekki ólíklegt að Súðavíkurhlíð verði lokuð til morguns.
Ófært er til Þingeyrar, Flateyrar og Suðureyrar frá Ísafirði og beinir Vegagerðin þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni.