Fossvogslaug aftur á kortið

Í Fossvogi hefur sjósund notið vinsælda.
Í Fossvogi hefur sjósund notið vinsælda. mbl.is/Eggert

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi 19. janúar tillögu borgarstjóra þar sem segir m.a. að „borgarráð lýsi yfir vilja sínum til þess að tryggja, í gegnum aðalskipulag Reykjavíkur, möguleika á sundlaug í Fossvogsdal. Sundlaugin yrði byggð í samvinnu við Kópavogsbæ“.

Viljayfirlýsingin er gerð „í trausti þess að vilji Kópavogs standi til hins sama og sveitarfélögin skipti jafnt með sér kostnaði komi til verkefnisins“.

Í greinargerð kemur fram að nú sé unnið að nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík líkt og Kópavog. Hjá báðum sveitarfélögunum hafi verið vilji til að skoða möguleika á sundlaug í Fossvogsdal. Því er lagt til að sveitarfélögin lýsi yfir vilja til að tryggja þennan möguleika í aðalskipulagi sínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert