Sprengjusérfræðingar hafa skotið hleðslu úr róbóta á torkennilegan hlut, sem fannst á plani neðst við Hverfisgötu. Hluturinn tvístraðist en ekkert sprengiefni virðist hafa verið í honum.
Hvellur heyrðist við Hverfisgötu nú kl. 10:35 þegar sprengjuleðslu var skotið á hlutinn.
Enn er mikill viðbúnaður á vettvangi.
Hús við Hverfisgötu var rýmt í morgun áður en sprengjusveitarmenn athöfnuðu sig á vettvangi. Þá könnuðu lögreglumenn einnig aðstæður fyrir utan skrifstofur innanríkisráðuneytisins við Sölvhólsgötu í morgun.