Nýr afgreiðslutími hjá Sundhöll Selfoss

Eyþór Arnalds og Ásta Stefánsdóttir klippa á borðann
Eyþór Arnalds og Ásta Stefánsdóttir klippa á borðann dfs

Sundhöll Selfoss var opnuð í fyrsta skipti klukkan hálfsjö í morgun. Gestum var boðið upp á kaffi og köku en samkvæmt frétt dfs beið fjöldi fólks fyrir utan sundlaugina.

Á vefsvæði Dagskrárinnar, fréttablaðs Suðurlands, kemur fram margir íbúar hafi verið viðstaddir þegar Sundhöll Selfoss var opnuð í morgun klukkan 6:30 en þetta var í fyrsta skiptið sem Sundhöllin er opnuð á þessum tíma. Vanalega er hún opnuð klukkan 6:45. Eins verður sundlaugin opin lengur á kvöldin en áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert