Flokkur lýðræðis og velferðar

Frá blaðamannafundi Lilju Mósesdóttur og nýja flokksins í Iðnó.
Frá blaðamannafundi Lilju Mósesdóttur og nýja flokksins í Iðnó. mbl.is/Ómar

Nýtt stjórnmálaafl undir forystu Lilju Mósesdóttur kynnir stefnumál sín í dag. Flokkurinn ber heitið Samstaða, flokkur lýðræðis og velferðar og er með listabókstafinn C. 

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur stjórn flokksins verið skipuð, hún mun sitja fram að fyrsta landsfundi flokksins, en tímasetning hans hefur ekki verið endanlega ákveðin.

Formaður flokksins er Lilja Mósesdóttir alþingismaður, varaformenn eru Sigurður Þ. Ragnarsson jarð- og veðurfræðingur og Agnes Arnardóttir, atvinnurekandi á Akureyri.

Ritari er Ragný Þóra Guðjohnsen, bæjarfulltrúi í Garðabæ, gjaldkeri er María Grétarsdóttir bankastarfsmaður og meðstjórnendur Sigurjón Norberg Kærnested verkfræðingur og Kristbjörg Þórisdóttir sálfræðingur og fyrrverandi formaður Landssambands framsóknarkvenna.

Auður Hallgrímsdóttir atvinnurekandi er í varastjórn Samstöðu.

Flokkurinn var stofnaður í Borgarfirði 14. janúar síðastliðinn.

LIlja Mósesdóttir
LIlja Mósesdóttir Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert