Vilja innkalla allan kvóta

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir. mbl.is/Ómar

Í stefnuskrá Samstöðu segir að brýnt sé, að lög og skipulag sjávarútvegs og landbúnaðar verði endurskoðuð til að draga úr samþjöppun eignarhalds og tryggja hagsmuni almennings.

Þá segir: „Við endurskoðun á kvótakerfi sjávarútvegsins vill Samstaða að eftirfarandi markmið verði höfð að leiðarljósi:

a) að þjóðinni verði tryggður eignarréttur á auðlindinni,
b) að við ákvarðanir um nýtingu nytjastofna eigi að tryggja sjálfbærni og hagkvæmni,
c) að þjóðin fái arð af nýtingu auðlindarinnar,
d) að allur kvóti verði innkallaður og samningar gerðir um endurúthlutun,
e) að tekið verði mið af byggðarsjónarmiðum ásamt markaðssjónarmiðum við úthlutun kvóta,
f) að nýliðun í greininni verið tryggð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka