„Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Ísland er fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu sem viðurkennir Palestínu með formlegum hætti. En hvaða þýðingu hefur þessi viðurkenning fyrir okkur Íslendinga og hvað þýðingu hefur hún í deilum Ísraels og Palestínu?“ spyr Birgir Þórarinsson, varaþingmaður Framsóknar, í grein í Morgunblaðinu í dag.
Í grein sinni minnist Birgir þess að Ísland tryggði Ísrael sæti hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1949 og segir hann að Ísland hafi ráðið úrslitum um það, á vettvangi SÞ, að gyðingar sem lifðu helförina af eignuðust sitt eigin sjálfstæða ríki.
„Óskandi væri að Íslendingar, herlaus og friðelskandi þjóð, gætu komið að friðarferlinu milli Ísraela og Palestínumanna,“ eru meðal lokaorða í grein Birgis sem lesa má í heild í Morgunblaðinu í dag.