Líkir samkynhneigð við bankarán

Snorri Óskarsson grunnskólakennari.
Snorri Óskarsson grunnskólakennari. mbl.is/Johannes.tv

Snorri Óskarsson, grunnskólakennari við Brekkuskóla á Akureyri, líkir samkynhneigð við það að ræna banka, að því leyti að hvorttveggja sé synd. Þetta sagði hann í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Foreldrar í Brekkuskóla eru æfir vegna þess sem þeir kalla hatursskrif Snorra sem oft er kenndur við Betel, um samkynhneigða. Á bloggi sínu skrifaði Snorri nýverið: „Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að samkynhneigðin telst vera synd. Syndin er ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“

„Þessi kynhegðun er óbiblíuleg og þetta er alveg í sama flokki og hver önnur synd. Vandamálið er að það er verið að gera þennan málaflokk eða þessa synd, það er verið að gera hana eðlilega og menn segja að þetta sé allt í lagi og það séu bara mannréttindi að fá að vera svona. Ef ég væri nú bankaræningi að eðlifari, þá væri búið að setja mig inn fyrir langa löngu," sagði Snorri í Stöð 2 í kvöld.

Þegar fréttamaður spurði hvort hann væri þá að líkja því saman að vera bankaræningi og samkynhneigður sagði Snorri svo vera, að því leyti að hvort tveggja væri synd. „Að stela er synd. Að ágirnast er synd. Og að vera samkynhneigður er synd," sagði Snorri.

Snorri er leiðtogi Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri.

Foreldrar æfir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka