Karl biskup í Kenía

Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands.
Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands.

Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hefur undanfarna tvo daga heimsótt starfssvæði íslenskra kristniboða í Pókothéraði í Keníu ásamt Jónasi Þórissyni framkvæmastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar.

Þar hitti hann m.a. nývígðan biskup Norð-vesturbiskupsdæmis lúthersku kirkjunnar og íslenska kristniboða auk hjónanna Ragnars Gunnarssonar framkvæmdastjóra Kristniboðssambandsins og konu hans, Sigríði Hrönn Sigurðardóttir guðfræðings. Á tveim dögum voru fjölmargir söfnuðir og skólar heimsóknir og var biskupi og fylgdarliði hans einkar vel tekið alls staðar.

„Það er auðvelt að einblína á eymd og örbirgð þessa örsnauða fólks, en þrautsegla og æðruleysi þess lætur mann ekki ósnortinn, sjálfsbjargarviðleitni og viljinn til tryggja börnum sínum menntun og betri framtíð,“ er haft eftir Karli á heimasíðu kirkjunnar.

„Ég var þarna á ferð fyrir 14 árum, það var fyrsta vísitasía mín. Ótal margt hefur breyst, framþróun á ýmsum sviðum. Og kirkjan vex, kristnin breiðist hratt út. Kristniboðið hefur mikilvægu hlutverki að gegna að styðja við hina ungu söfnuði og leiðtoga þeirra til að standa á eigin fótum og mæta kröfum tímanna og þeim margvísleg vandkvæðum sem að steðja. Þjóðkirkjan hefur markað sér stefnu um kristniboð, þar á meðal er hvatt til þess að söfnuðir á Íslandi styðji kristniboðið með virkum hætti og myndi vinatengsl við söfnuði í Afríku.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert