Lögreglan gefur ekki upp hvaða skilaboðum reynt var að koma á framfæri með sprengingu á Hverfisgötu í lok janúar.
Þetta voru pólitísk skilaboð, ætluð stjórnvöldum, en yfirmaður rannsóknarlögreglunnar segir hana ekki hafa í hyggju að ganga erinda mannsins með því að koma þeim á framfæri.
Karlmaður á áttræðisaldi hefur játað að hafa staðið fyrir sprengingunni og telst málið upplýst. Ekki eru aðrir grunaðir um aðild að málinu.