Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra, lagði áherslu á þá miklu óvissu sem skapast hefði sumarið 2010 í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengislána. Sagði hann að stjórnvöld hafi þurft að bregðast við og eyða þeirri óvissu og það hafi verið gert.
Hann fagnaði niðurstöðu Hæstaréttar í gær varðandi gengislánin þar sem hann varpaði frekara ljósi á stöðu lántakenda. Hann sagði að lögin sem sett voru í kjölfar dómsins sumarið 2010 stæðu að undanskyldu því að ef fólk hefði fullnaðarkvittun og gæti sýnt fram á að það ætti rétt á auknum réttindum.
Lagði Árni áherslu á að lögin hefðu þýtt að tugþúsundir lántakenda hefðu ekki þurft að fara með mál sín fyrir dómstóla til þess að fá leiðréttingu sinna mála.