Tilboðin sem bárust í Perluna voru á bilinu 500 til 1.688 milljónir. Öll gerðu tilboðin ráð fyrir að breytingar yrðu gerðar á deiliskipulagi Perlunnar með það í huga að byggja við hana.
Stjórn OR samþykkti, að fenginni umsögn lögfræðings OR, tillögu Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa um að birta samanburð tilboða þeirra sem bárust í Perluna.
Sex tilboð bárust, öll með fyrirvörum. Orkuveitan gaf hæstbjóðanda frest til 31. mars til að aflétta fyrirvörum sínum. Ekki yrði rætt við aðra bjóðendur á meðan. Fyrirvörum hefur ekki verið aflétt.