Bíll valt á Suðurlandsvegi, skammt frá Kjartansstöðum, rétt eftir klukkan tólf í dag. Tveir voru í bílnum og að sögn lögreglunnar á Selfossi voru þeir báðir með meðvitund.
Að sögn lögreglu voru þeir voru fastir í bílnum og var því slökkviliðsbíll sendur á vettvang til að ná þeim út.