Bað hana að leyna bréfunum

Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson

Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ráðherra og sendi­herra, bað syst­ur­dótt­ur eig­in­konu sinn­ar að leyna bréf­um sem hann sendi henni næstu ára­tug­ina. Bréf­in voru skrifuð ann­ars veg­ar skrifuð á tíma­bil­inu ág­úst til nóv­em­ber 1998 og hins veg­ar á tíma­bil­inu apríl til júní 2001. Þá var stúlk­an 10-14 ára og 16-17 ára.

Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un í nýj­asta tölu­blaði Nýs lífs, sem kem­ur út í dag und­ir yf­ir­skrift­inni „Meint kyn­ferðis­brot Jóns Bald­vins“.

Rík­is­sak­sókn­ari komst að þeirri niður­stöðu að ekki væri um sam­fellda hátt­semi að ræða og því væru hin meintu eða ætluðu brot vegna bréf­anna frá 1998 fyrnd.

Fyrn­ing­in ætti hins veg­ar ekki við um bréf­in frá 2001. Rík­is­sak­sókn­ari tók því ekki af­stöðu til þess hvort bréf­in frá 1998 og hátt­semi Jóns Bald­vins bryti gegn hegn­ing­ar­lög­um. Í einu bréf­anna bað Jón Bald­vin Guðrúnu að halda bréf­un­um leynd­um „þangað til 50 árum eft­ir okk­ar dag“.

Sendi bréfið í Haga­skóla

Þegar Guðrún var 14 ára sendi Jón Bald­vin bréf stílað á Guðrúnu Harðardótt­ur, 8. bekk, Haga­skóla við Haga­torg. Þar seg­ir að ástæðan fyr­ir því að hann sendi henni bréfið í gegn­um Hag­skóla sé sú að henni þyki ef til vill óþægi­legt að fá þessi bréf heim til sín. 

Und­ir áhrif­um áfeng­is og bók­ar

Sam­kvæmt um­fjöll­un Nýs lífs viður­kenndi Jón Bald­vin í yf­ir­heyrsl­um hjá lög­reglu að hafa farið yfir strikið með bréfi sem hann sendi Guðrúnu ásamt bók. Hann sagðist hafa verið und­ir áhrif­um áfeng­is og að bók­in hefði haft þessi áhrif á hann, en þar eru ber­orðar kyn­lífs­lýs­ing­ar. Hann neitaði að hafa haft nokkuð kyn­ferðis­legt í huga gagn­vart Guðrúnu, um væri að ræða bréfa­skrift­ir á milli full­orðins fólks, en Guðrún var 16 -17 ára á þess­um tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert