„Við fengum þetta staðfest frá þingmönnum, þeir urðu sjálfir vitni að þessu,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn en fram hefur komið að hann telur að þingmenn hafi haft áhrif á mótmælin við Austurvöll og verið í samskiptum við forsvarsmenn búsáhaldabyltingarinnar svokölluðu.
„Þetta var upplifun lögreglumanna,“ segir Geir Jón.
„Það var ljóst að þingmennirnir höfðu áhrif, bæði á staðsetningu mótmælenda og harðan framgang,“ segir Geir. Hann segist síðar hafa fengið staðfest að þingmenn í þinghúsinu hafi þaðan verið í beinum samskiptum við mótmælendur.“
Geir Jón vinnur nú að skýrslu um aðgerðir lögreglunnar í tengslum við mótmælin. Aðspurður segist hann ekki gefa það upp um hvaða þingmenn hafi verið að ræða. „Ég mun klára skýrsluna í vor og skila til lögreglustjóra“ en búast má við að þar komi fram nöfn þeirra þingmanna sem áttu að mati Geirs hlut að máli.