Þingmenn höfðu áhrif á mótmælendur

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn segir þingmenn hafa átt í samskiptum …
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn segir þingmenn hafa átt í samskiptum við lykilfólk búsáhaldabyltingarinnar og haft þannig áhrif á framgang mómælanna. mbl.is/Júlíus

„Við feng­um þetta staðfest frá þing­mönn­um, þeir urðu sjálf­ir vitni að þessu,“ seg­ir Geir Jón Þóris­son yf­ir­lög­regluþjónn en fram hef­ur komið að hann tel­ur að þing­menn hafi haft áhrif á mót­mæl­in við Aust­ur­völl og verið í sam­skipt­um við for­svars­menn búsáhalda­bylt­ing­ar­inn­ar svo­kölluðu.

„Þetta var upp­lif­un lög­reglu­manna,“ seg­ir Geir Jón.

„Það var ljóst að þing­menn­irn­ir höfðu áhrif, bæði á staðsetn­ingu mót­mæl­enda og harðan fram­gang,“ seg­ir Geir. Hann seg­ist síðar hafa fengið staðfest að þing­menn í þing­hús­inu hafi þaðan verið í bein­um sam­skipt­um við mót­mæl­end­ur.“

Geir Jón vinn­ur nú að skýrslu um aðgerðir lög­regl­unn­ar í tengsl­um við mót­mæl­in. Aðspurður seg­ist hann ekki gefa það upp um hvaða þing­menn hafi verið að ræða.  „Ég mun klára skýrsl­una í vor og skila til lög­reglu­stjóra“ en bú­ast má við að þar komi fram nöfn þeirra þing­manna sem áttu að mati Geirs hlut að máli. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka