Álfheiður segir málinu lokið

Álfheiður Ingadóttir.
Álfheiður Ingadóttir. mynd/Magnus Fröderberg/norden.org

Nafn Álfheiðar Ingadóttur kemur hvergi fram í málaskrá lögreglu í tengslum skýrsluna sem Geir Jón Þórisson er að taka saman fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, um mótmælin eftir hrun.

Þetta kemur fram í svari Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra við fyrirspurn Álfheiðar vegna ummæla Geirs um að þingmenn hafi tekið þátt í mótmælunum í janúar 2009.

Frá þessu segir á vefsíðu RÚV.

Þar segir Álfheiður að með þessu sé búið að hreinsa hana af aðdróttunum um þátttöku í mótmælunum og sé málinu þar með lokið af sinni hálfu.

Frétt RÚV

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka