Mikilvægt að fá niðurstöðu um sjávarútvegsmálin

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði á Alþingi mjög mikilvægt að fá úr því skorið sem fyrst hvaða samningar fengjust um sjávarútvegsmál í viðræðum við Evrópusambandið um inngöngu Íslands. Þá hvort það væru einhver opnunarskilyrði eða lokunarskilyrði í viðræðum um málaflokkinn eða hvort það næðust hugsanlega engir samningar vegna þess að of langt væri á milli samningsaðila.

Ráðherrann svaraði þar fyrirspurn frá Illuga Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem spurði Steingrím hvort hann stæði enn við þá yfirlýsingu sína frá 2009 að ef sýnt væri að ekki næðust ásættanlegir samningar kæmi til greina að slíta viðræðunum.

Þá spurði Illugi sérstaklega um fjárfestingabann útlendinga í íslenskum sjávarútvegi og benti á að framkvæmdastjórn ESB hefði þegar lýst því yfir að bannið samrýmdist ekki löggjöf sambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert