Óskar eftir gögnum frá lögreglustjóra

Álfheiður Ingadóttir alþingismaður VG.
Álfheiður Ingadóttir alþingismaður VG.

Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður VG, hefur skrifað lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu bréf og óskað eftir gögnum um rannsókn á ásökunum um að þingmenn hafi stýrt mótmælendum á Austurvelli fyrir þremur árum.

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn vinnur að skýrslu um mótmælin fyrir utan þinghúsið. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að hann stefni að því að skila henni til lögreglustjóra í vor. Geir Jón sagði í samtali við fjölmiðla um helgina að hann hefði fengið það staðfest að þingmenn í þinghúsinu hefðu haft áhrif á staðsetningu mótmælenda og harðan framgang.

Álfheiður sagði í samtali við RÚV í morgun að þetta væru fráleitar ásakanir. Í orðum hans felist alvarlegar aðdróttanir sem hún muni skoða sérstaklega. 

„Ég hef þegar skrifað lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu bréf og óskað eftir upplýsingum um þessa rannsókn sem yfirlögregluþjónninn skýrði frá og jafnframt óskað eftir öllum gögnum og upplýsingum sem kynnu um mig að vera í slíkri rannsókn.“

Ekki náðist í Álfheiði í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert