OR kynnti lokaáfangann

Frá fundi OR í dag.
Frá fundi OR í dag.

Lokaáfangi í uppstokkun í daglegum rekstri Orkuveitunnar var kynntur á blaðamannafundi í dag. 20 starfsmönnum var sagt upp og breytingar verða á öllum sviðum starfseminnar; veitum, virkjunum, þjónustu, fjármálum og þróun.

Á kynningunni kom fram að skuldavandinn er ennþá mikill og þungar afborganir eru framundan. Sölu eigna verður haldið áfram og áhersla lögð á hagsýni og traustan rekstur til frambúðar.

Verkefni utan kjarnastarfsemi verða lögð niður, en á meðal þeirra eru móttaka ferðamanna, rekstur safns og starfsstöðvar á Nesjavöllum. Þá hafa ýmsar húseignir og félög verið seld, eða eru til sölu og má þar nefna Perluna, jarðhitafélög í SA-Asíu og í Bandaríkjunum og hótel Hengil.

Orkuveitan
Orkuveitan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert