Aðalmeðferð í olíusamráðsmáli

Lögmenn olíufélaganna í héraðsdómi í morgun.
Lögmenn olíufélaganna í héraðsdómi í morgun. Morgunblaðið/Andri Karl

Aðalmeðferð í upphaflega olíusamráðsmálinu hófst í morgun við Héraðsdóm Reykjavíkur. Málið hefur verið  rekið fyrir dómstólum frá hausti 2005, en olíufélögin fara fram á að úrskurði Samkeppniseftirlitsins frá október 2004, um að olíufélögin þrjú hefðu gerst sek um verðsamráð verði hnekkt.

Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í október 2004 að olíufélögin þrjú hefðu gerst sek um verðsamráð á árunum 1993 til 2001. Félögin kærðu niðurstöðuna til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem lækkaði sektirnar og dæmdi olíufélögin til að greiða samtals 1.505 milljónir í sekt. Haustið 2005 höfðu olíufélögin ESSO (Ker), Olís og Skeljungur öll þingfest mál sín á hendur Samkeppniseftirlitinu þar sem gerð var sú krafa að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um samráð olíufélaganna yrði ógiltur eða sektir lækkaðar.

Heimir Örn Herbertsson lögmaður Samkeppniseftirlitsins gerir sig kláran.
Heimir Örn Herbertsson lögmaður Samkeppniseftirlitsins gerir sig kláran. Morgunblaðið/Andri Karl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert