Elvar Reykjalín: Ofurlaun og bónusar

Elvar Reykjalín
Elvar Reykjalín

„Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins íhugar að setja þak á laun starfsmanna banka og fjármálastofnana svo þau verði að hámarki ákveðið margfeldi af launum undirmanna", segir Elvar Reykjalín, fiskverkandi, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Maður hugsaði hreinlega hlýtt til ESB, segir Elvar en þetta er með því vitlegasta sem þaðan hefur komið. Ég held að mér hafi farið svipað og flestum sem lásu grein Michel Barnier, sem situr í framkvæmdastjórn ESB. Loksins á að fara að gera eitthvað í þessu ofurlauna- og bónusarugli öllu saman.

„Er reynsla okkar sú að fjármálajöfrarnir okkar voru svo miklir snillingar að það mátti borga þeim hvað sem var bara til að fá þá inn fyrir dyrnar á bankanum og moka svo stanslaust í þá eftir það?

Stóra málið er að það verður að koma böndum á þetta fjármálaskrímsli sem er búið að setja heiminn á heljarþröm, það verður að setja hámörk og takmarkanir og sjá til þess að þeir aðilar sem þar starfa taki ekki bara gróðann heldur ábyrgð líka", segir Elvar Reykjalín í grein sinni sem lesa má í blaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert