Enginn ávinningur sannaður

Eyvindur Sólnes, Telma Halldórsdóttir og Hörður Felix Harðarson, lögmenn olíufélaganna, …
Eyvindur Sólnes, Telma Halldórsdóttir og Hörður Felix Harðarson, lögmenn olíufélaganna, við aðalmeðferðina í dag. Morgunblaðið/Andri Karl

Sam­keppn­is­yf­ir­völd­um tókst ekki að sanna að olíu­fé­lög­in ESSO, Olís og Skelj­ung­ur. hefðu haft ávinn­ing af sam­ráði sínu. Þetta segja verj­end­ur fé­lag­anna og beitt hefði verið röng­um for­send­um við út­reikn­ing auk þess sem mis­tök hefðu verið gerð við út­reikn­ing­inn. Þetta kom fram við aðalmeðferð máls­ins í dag.

Eins og kom fram á mbl.is fyrr í dag skiptu verj­end­ur olíu­fé­lag­anna með sér verk­um. Hörður Fel­ix Harðar­son, lögmaður Skelj­ungs, færði rök fyr­ir aðal­kröfu fé­lag­anna og vara­kröf­unni en Telma Hall­dórs­dótt­ir, lögmaður Kers hf. (ESSO), og Ey­vind­ur Sól­nes, lögmaður Olís, fóru yfir þrauta­vara­kröf­una í mál­inu. Hún snýr að því að lækka beri sekt­ir sem lagðar voru á fé­lög­in veru­lega.

Telma benti á að sam­kvæmt þeim sekt­ar­heim­ild­um sem sam­keppn­is­yf­ir­völd höfðu á um­rædd­um tíma bar þeim að sanna ávinn­ing af sam­ráðinu. Í nýrri lög­um hefði þetta verið af­numið, ein­mitt vegna þess hversu erfitt væri að sanna ávinn­ing af sam­ráði og hversu mik­ill hann væri.

Meðal þess sem Telma vísaði til voru mats­gerðir í mál­inu og svo framb­urður vitna í morg­un, þ.e. mats­manna sem spurðir voru út í mats­gerðir sín­ar. Telma sagði það hafa komið skýrt og greini­lega fram að ekki hefði tek­ist að sanna ávinn­ing af sam­ráðinu og því beri að lækka sektar­fjár­hæðirn­ar veru­lega.

Hún sagði margt hafa getað orðið til þess að fram­legð olíu­fé­lag­anna var meiri á um­ræddu tíma­bili, og nefndi þá gengi, verðbólgu, aukna notk­un af­slátt­ar­korta og ým­is­legt fleira. 

Ey­vind­ur vísaði til úr­sk­urðar áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála þar sem seg­ir orðrétt: „Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála tel­ur að við ákvörðun stjórn­valds­sekta við þess­ar aðstæður skuli einkum hafa í huga þann ávinn­ing sem fé­lög­in þrjú hafa sann­an­lega haft af hinu ólög­mæta sam­ráð.“

Hann sagði að þarna kæmi fram með skýr­um hætti að ávinn­ing­ur­inn yrði að vera sannaður. Fé­lög­in hefðu hins veg­ar gert marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir við út­reikn­ing sam­keppn­is­yf­ir­valda, og hefði áfrýj­un­ar­nefnd­in tekið til­lit til ein­hverra þeirra. 

Þá mót­mælti hann því að lögmaður Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins ætlaði sér að byggja á mats­gerðum um sönn­un ávinn­ings sem byggðist á allt öðrum for­send­um en sam­keppn­is­yf­ir­völd gáfu sér. Hann sagði að ef það væri tekið gilt væri um að ræða gróft brot á and­mæla­reglu og rann­sókn­ar­reglu. Einnig væri þá dóm­stól­inn  að taka aðra ákvörðun en sam­keppn­is­yf­ir­völd gerðu. Hins veg­ar væri sú eina spurn­ing sem dóm­stóll­inn ætti að skera úr um hvort for­send­ur úr­sk­urðar áfrýj­un­ar­nefnd­ar stæðust. 

Aðalmeðferð held­ur áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert