Framboðsfrestur rann út í dag

Húsnæði Biskupsstofu.
Húsnæði Biskupsstofu. Eggert Jóhannesson

Engir bættust við á síðustu stundu í hóp frambjóðenda til biskupsembættis, en framboðsfrestur rann út í dag. Alls hafa átta boðið sig fram og ekki er útséð um að þeir verði fleiri, þar sem endanlegur fjöldi frambjóðenda mun liggja fyrir eftir tvo daga vegna þess að einhverjir gætu tilkynnt um framboð sín bréflega.

Þetta segir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnisstjóri upplýsingamála hjá Biskupsstofu. „Það eru yfirleitt gefnir tveir virkir dagar til viðbótar vegna bréfa sem gætu verið póstlögð í dag. En við höfum ekki heyrt frá öðrum en þessum átta, sem þegar hafa tilkynnt framboð sín.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka