Segist hafa verið snuðaður

Sverrir Vilhelmsson

Miklu munar á uppgefinni þyngd ýmissa algengra matvæla og raunþyngd þeirra. Þetta staðhæfir Friðrik Höskuldsson, stýrimaður á Álftanesi, á Facebook-síðu sinni, en ummæli hans hafa víða vakið athygli. Friðrik vigtaði nokkrar matvörur, bæði innlendar og erlendar.

Hann segist hafa verið furðulostinn yfir útkomunni, en allar íslenskar vörur hafi verið undir uppgefinni vigt, nema dós af Ora-maísbaunum. Öðru máli gegni um erlendar vörur, sem allar vegi jafn mikið og gefið sé upp og sumar þeirra gott betur.

Friðrik reiknaði út hversu mikið hann hefði ofgreitt miðað við uppgefna þyngd matvaranna og raunþyngd þeirra. „Samkvæmt þessu var ég snuðaður um  1.421 krónu á íslensku vörunum, en fékk þó 546 krónur til baka af þeim erlendu. Keypti matvöru fyrir 23.965,-, tók ekki nærri allt inn í dæmið. Svo ég var snuðaður, sem og allir aðrir sem kaupa í matinn,“ skrifar Friðrik.

Í útreikningum Friðriks má meðal annars sjá að hann keypti pakka af nautahakki, sem sagður var vera 562 grömm, en reyndist vera 506 grömm, nautagúllas var merkt sem 538 grömm, en var við vigtun Friðriks 462 grömm og pakki af samlokuosti var 50 grömmum léttari en gefið var upp á umbúðum.

Tafla, sem Friðrik gerði til að bera saman uppgefna þyngd …
Tafla, sem Friðrik gerði til að bera saman uppgefna þyngd matvæla og raunþyngd þeirra.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert