Herberti gert að greiða

Herbert Guðmundsson
Herbert Guðmundsson Friðrik Tryggvason

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest dóm héraðsdóms um að Her­bert Guðmunds­son og eig­in­kona hans greiði um 3,6 millj­ón­ir króna vegna van­gold­inna hús­sjóðsgjalda. Um er að ræða deilu, sem hef­ur verið lengi til um­fjöll­un­ar í dóm­stól­um og Hæstirétt­ur hef­ur m.a. vísað kröf­unni frá einu sinni.

Málið snýst um þak á fjöl­býl­is­húsi við Prest­bakka í Breiðholti í Reykja­vík. Hafa lengi staðið deil­ur á milli Her­berts Þ. Guðmunds­son­ar, sem á íbúðina, og hús­fé­lags­ins vegna viðgerða á þaki húss­ins. Um er að ræða hús­sjóðsgjöld vegna tíma­bils­ins 1. janú­ar 2006 til 15. maí 2009, sam­tals að fjár­hæð 5.410.800 krón­ur að frá­dregn­um kostnaði vegna viðgerðar á þökum annarra eig­enda í raðhúsa­lengj­unni.

Hæstirétt­ur sagði að Her­bert og kon­an ættu að greiða um­rædd gjöld þar sem ákv­arðanir um þau hefðu verið tekn­ar á lög­leg­an hátt á fund­um hús­fé­lags­ins, en þó ekki þann hluta þeirra er laut að kostnaði við viðgerðir á þökum annarra eig­enda fjöleign­ar­húss­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert