Ráðherra styður stjórn FME

Unnur Gunnarsdóttir, nýr forstjóri FME, Aðalsteinn Leifsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og …
Unnur Gunnarsdóttir, nýr forstjóri FME, Aðalsteinn Leifsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Halldór S. Magnússon, sem situr í varastjórn FME mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að stjórn Fjármálaeftirlitsins njóti fulls trausts ráðuneytisins.

„Vegna yfirlýsingar stjórnar Fjármálaeftirlitsins í dag um uppsögn forstjóra eftirlitsins, vill efnahags- og viðskiptaráðuneytið taka fram að það hefur staðið og mun standa vörð um stjórnskipulegt og faglegt sjálfstæði FME.

Ráðuneytið leggur höfuðáherslu á að engin röskun verði á þeirri mikilvægu starfsemi sem FME hefur með höndum og snýr að því að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins. Að mati ráðuneytisins hefur stjórn FME gert það sem henni bar við þær aðstæður sem komið höfðu upp og nýtur stjórnin fulls trausts ráðuneytisins,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka