Landsbankinn upplýsti FME

Unnur Gunnarsdóttir, nýr forstjóri FME, Aðalsteinn Leifsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og …
Unnur Gunnarsdóttir, nýr forstjóri FME, Aðalsteinn Leifsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Halldór S. Magnússon, sem situr í varastjórn FME mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Landsbankinn upplýsti Fjármálaeftirlitið að grunur væri um miðlun trúnaðargagna og starfsmaður bankans sem liggur undir grun er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum meðan að rannsókn á málinu stendur yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.

„Í ljósi frétta um aðkomu starfsmanns Landsbankans varðandi miðlun trúnaðargagna um tiltekinn viðskiptavin vill bankinn koma því á framfæri að öll brot á reglum bankans um meðferð trúnaðarupplýsinga innan bankans eru litin mjög alvarlegum augum.

Þegar að grunur kom upp um miðlun trúnaðargagna  sendi bankinn tilkynningu um málið til Fjármálaeftirlitsins. Starfsmaður bankans er liggur undir grun er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum meðan rannsókn á málinu stendur yfir.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og getur bankinn því ekki tjáð sig frekar um málið,“ segir í tilkynningu frá Landsbankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert