Starfsmaður sendur í leyfi

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/Hjörtur

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að starfsmaður bankans sem grunaður er um að hafa farið með gögn til Gunnars Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hafi verið sendur í leyfi á meðan málið er í rannsókn.

Hann segir að starfsmaðurinn verði í leyfi þar til málin skýrast og staðan verði metin í kjölfarið. Málið sé í rannsókn hjá lögreglunni og hann geti ekki tjáð sig frekar um málið að sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert