Maðurinn sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás á lögmannsstofunni Lagastoð á mánudaginn er enn í lífshættu, að sögn læknis á gjörgæsludeild. Ástandið er óbreytt og er honum haldið sofandi í öndunarvél.
Árásarmaðurinn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags. Hann hefur játað og verður honum gert að undirgangast geðrannsókn.
Þá var annar mannanna tveggja, sem slösuðust alvarlega í umferðarslysi á Reykjanesbraut á laugardagskvöldið, útskrifaður í gær af gjörgæsludeild á almenna deild og verður hinn útskrifaður af deildinni í dag. Bílnum, sem þeir voru farþegar í, var ekið út af veginum og leikur grunur á að annar þeirra hafi ekki verið í bílbelti. Rannsókn lögreglunnar beinist m.a. að því hvort um ofsaakstur hafi verið að ræða.