Þingmenn Hreyfingarinnar, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir, hafa beðist afsökunar á skrifum sínum um ofbeldisverk í þjóðfélaginu.
„Vegna þeirrar óvægnu umræðu sem skapast hefur í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar á starfsmann lögmannsstofu í Lágmúla fyrr í vikunni viljum við ítreka að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt og að við fordæmum það í öllum birtingarmyndum þess. Hafi orð okkar í því sambandi verið særandi eða meiðandi á einhvern hátt fyrir þá sem nú eiga um sárt að binda viljum við biðjast afsökunar á því. Það var aldrei ætlunin,“ segir í yfirlýsingu frá þingmönnum Hreyfingarinnar.