Bandidos og Mongols skoða Ísland

Merki Mongols.
Merki Mongols. mbl.is

Vélhjólasamtökin Bandidos og Mongols hafa sent fulltrúa sína til Íslands með það fyrir augum að koma hér upp starfsemi. Litið er á hvor tveggja samtökin sem alþjóðleg glæpasamtök. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld.

Komið hefur fram að lögregluyfirvöld fylgist með ellefu vélhjólasamtökum hér á landi vegna gruns um tengsl við skipulagða glæpastarfsemi. Flest eru þau á suðvesturhorninu en einnig á Norðurlandi, auk þess sem talið er víst að komið verði upp starfsemi á Egilsstöðum í náinni framtíð.

Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, staðfesti í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að fulltrúar frá Bandidos og Mongols hefðu komið hingað til lands. Hann sagði jafnframt að tvenn glæpasamtök til viðbótar væri ekki það sem íslenskt samfélag þyrfti á að halda núna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert