Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri í Árnessýslu, segir erfitt að eiga við eldinn sem kom upp í röraverksmiðjunni Set við Eyrarveg á Selfossi. Reynt var að halda eldinum frá 800 bar sem er í samliggjandi húsi en það mistókst. Allt tiltækt slökkvilið í nærliggjandi sveitum er komið á vettvang.