Verðmætasta sýning frá upphafi

Í dag verður opnuð sýning með verkum katalónska listamannsins Antonis Tàpies á Kjarvalsstöðum. Erfiðlega gekk að koma verkunum til landsins en þau voru veðurteppt í Færeyjum um tíma. Að sögn Soffíu Karlsdóttur, kynningarstjóra Listasafns Reykjavíkur, er sýningin sú verðmætasta sem sett hefur verið upp á safninu.

Tàpies lést fyrir réttum mánuði, 88 ára að aldri og er sýningin á Kjarvalsstöðum sú fyrsta sem opnuð er eftir andlát hans.

MBL Sjónvarp fékk að líta inn í sýningarsalnum á Kjarvalsstöðum þegar verið var að setja sýninguna upp í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Anna Dóra Gunnarsdóttir: Nei
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert