Þingmenn forðist gífuryrði

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Náttúruverndarsamtök Íslands skora á þingmenn að forðast gífuryrði og klámhögg í umræðu um rammaáætlun. Jafnvel þótt þingmenn Sjálfstæðisflokksins kunni að hafa óbeit á „samræðustjórnmálumhljóta þingmenn flokksins að geta rætt kosti og galla rammáætlunar á málefnalegan hátt. Árás formanns flokksins á þann mikla fjölda fólks sem er hlynnt náttúruvernd ber vott um vanþekkingu og lítilsvirðingu. Þetta kemur fram í bréfi sem Náttúruverndasamtökin hafa sent til allra alþingismanna.

Er í bréfinu vísað til orða formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi um helgina en þar lýsti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir að með „baktjaldamakki” væru „öfgamenn í umhverfismálum hreinlega að taka orkumál á Íslandi - og þar með verðmætasköpun til langrar framtíðar - í gíslingu.“ Um það gæti aldrei tekist nein sátt.

Formaðurinn vísar einkum til þess, segir í bréfi Nátturuverndarsamtakanna, að virkjanakosturinn Norðlingaölduveita með uppistöðulóni í Þjórsárverum hafi verið settur í verndarflokk í fyrirliggjandi drögum að þingsályktunartillögu um Rammaáætlun og kynnt var á ðasta ári.

„Bjarni Benediktsson hefur greinilega ekki fylgst vel með þróun þessa máls. Við undirbúning náttúruverndaráætlunar 2008–2012 lagði Umhverfisstofnun til við umhverfisráðherra að friðlandið í Þjórsárverum yrði stækkað verulega til norðausturs og vesturs en þó einkum til suðurs; suður að Sultartangalóni beggja vegna Þjórsár,“ segir m.a. í bréfi Náttúruverndarsamtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert