Nutu ekki andmælaréttar

Olíufélögin
Olíufélögin mbl.is/Júlíus

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur komst að þeirri niður­stöðu að svo mikl­ir ann­mark­ar væru á málsmeðferð í ol­íu­mál­inu upp­haf­lega að þeir leiði til þess að fella verði úr gildi úr­sk­urð áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála.

Í niður­stöðu dóms­ins seg­ir að á seinni stig­um frum­at­hug­un­ar sam­keppn­is­yf­ir­valda hafi málið einnig verið til rann­sókn­ar hjá lög­reglu. „Þar sem um íþyngj­andi ákvörðun var að ræða fyr­ir stefn­end­ur, og ákvörðun sem varðaði veru­lega fjár­hags­lega hags­muni, áttu stefn­end­ur ótví­ræðan rétt á að geta gætt hags­muna sinna án þess að eiga það á hættu að upp­lýs­ing­ar þær er þeir veittu myndu rata á borð lög­reglu­yf­ir­valda og vera notaðar gegn þeim þar. Við þess­ar aðstæður var and­mæla­rétt­ur stefn­enda lít­ils virði. Hér er því um að ræða veru­leg­an ann­marka á málsmeðferðinni sem leiðir til þess að felld­ur er úr gildi úr­sk­urður áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála,“ seg­ir í niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­vík­ur.

Í niður­stöðu dóms­ins er vísað til dóms Hæsta­rétt­ar sem vísaði máli á hend­ur for­stjór­um olíu­fé­lag­anna frá 16. mars 2007. Í þeim dómi seg­ir að eng­in fyr­ir­mæli hafi verið í lög­um á þeim tíma um skil á milli heim­ilda lög­reglu til rann­sókn­ar sam­kvæmt þeim og rann­sókn­ar sam­keppn­is­yf­ir­valda. „Ekki var mælt fyr­ir um hvernig lög­reglu bæri að haga rann­sókn sinni væri mál til meðferðar hjá sam­keppn­is­yf­ir­völd­um. Þá var því ósvarað hvort lög­reglu­rann­sókn mætti fara fram á sama tíma og rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda eða hvort gert væri ráð fyr­ir að hún fylgdi í kjöl­farið. Jafn­framt var ekki mælt fyr­ir um áhrif byrjaðrar lög­reglu­rann­sókn­ar á rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda og heim­ild þeirra til álagn­ing­ar stjórn­valds­sekta við slík­ar aðstæður,“ seg­ir í Hæsta­rétt­ar­dómn­um frá 17. mars.

Breyt­ing­ar gerðar í kjöl­far dóms­ins

Þá hafi ekki verið kveðið á um hvort gögn eða upp­lýs­ing­ar, sem aflað hefði verið við rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda, yrðu af­hent lög­reglu eða hvort nota mætti slík­ar upp­lýs­ing­ar, sem fyr­ir­svars­menn fé­laga hefðu veitt, sem sönn­un­ar­gögn í op­in­beru máli gegn þeim. „Af því sem að fram­an hef­ur verið rakið er ljóst að mik­il óvissa ríkti um það hvort lög­in gerðu ráð fyr­ir að bann­reglu 10. gr. yrði fram­fylgt með tvenn­um hætti og hvort miðað væri við að rann­sókn gæti bæði farið fram á stjórn­sýslu­stigi og hjá lög­reglu,“ seg­ir enn­frem­ur í Hæsta­rétt­ar­dómn­um.

Þá vís­ar héraðsdóm­ur til þess að í kjöl­far dóms­ins hafi verið gerðar breyt­ing­ar á sam­keppn­is­lög­um, þar sem refsi­á­byrgð fyr­ir­tækja var af­num­in og þannig komið í veg fyr­ir að fyr­ir­tæki væru til rann­sókn­ar á tveim­ur stöðum. Átti því mál fyr­ir­tækj­anna ein­ung­is und­ir sam­keppn­is­yf­ir­völd. Ef ein­stak­ling­ar voru und­ir lög­reglu­rann­sókn var það eft­ir kæru frá sam­keppn­is­yf­ir­völd­um og var óheim­ilt að nota gögn frá þeim í þeirri lög­reglu­rann­sókn. Var þetta gert til að girða fyr­ir að sama staða kæmi upp aft­ur og var í ol­íu­mál­inu.

Að því sögðu skal ís­lenska ríkið end­ur­greiða Keri hf., 495.000.000 króna, Skelj­ungi hf. 450.000.000 króna og Olíu­versl­un Íslands 560.000.000 króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert