Sigríður Gunnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Sigríður lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1997, meistaraprófi í skurð- og lyflæknishjúkrun með áherslu á krabbameinshjúkrun frá University of Wisconsin í Madison árið 2000 og doktorsprófi í krabbameinshjúkrun frá sama skóla árið 2004. Hún var lektor í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands 2005-2009 og dósent frá 2009 jafnframt því að gegna starfi forstöðumanns fræðasviðs í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands og Landspítala frá árinu 2005.
Sigríður tekur við af Önnu Stefánsdóttur sem lét af störfum framkvæmdastjóra hjúkrunar 1. mars.