Fréttaskýring: Makríldeilan í hnotskurn

mbl.is

Deila Íslend­inga við Evr­ópu­sam­bandið og Norðmenn um veiðar á mak­ríl hef­ur nú staðið yfir síðan skömmu fyr­ir banka­hrunið hér á landi haustið 2008 þegar mak­ríll fór að ganga í mun meira mæli inn í ís­lensku efna­hagslög­sög­una en áður hafði verið. Fram að því var litið á mak­ríl­inn fyrst og fremst sem svo­kallaðan flæk­ing á Íslands­miðum og ís­lensk fiski­skip veiddu hann aðallega sem meðafla með öðrum fisk­teg­und­um og þá ekki síst síld og loðnu.

Samn­ingaviðræður um stjórn mak­ríl­veiða á norðaust­ur­hluta Atlants­hafs fóru fyr­ir vikið áður ekki fram með þátt­töku Íslend­inga held­ur ein­ung­is á milli Evr­ópu­sam­bands­ins, Norðmanna og Fær­ey­inga. Íslensk stjórn­völd höfðu í besta falli með áheyrn­ar­full­trúa en höfðu hins veg­ar ít­rekað farið fram á það að fá sæti við samn­inga­borðið. Norðmenn og Evr­ópu­sam­bandið töldu hins veg­ar ekki ástæðu til þess þar sem Íslend­ing­ar hefðu ekki næga aðkomu að mál­inu.

Breyt­ing varð hins veg­ar á þessu þegar mak­ríll­inn fór að ganga í vax­andi mæli inn í ís­lensku lög­sög­una og ís­lensk fiski­skip fóru í kjöl­farið að veiða hann í mikl­um mæli. Evr­ópu­sam­bandið og Norðmenn vildu þá setja veiðum Íslend­inga tak­mörk og fá þá að samn­inga­borðinu. Samn­ing­ar hafa hins veg­ar ekki náðst þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir til þess og hafa ís­lensk stjórn­völd á meðan nýtt rétt sinn sam­kvæmt alþjóðasamn­ing­um til þess að gefa út ein­hliða mak­ríl­kvóta inn­an ís­lensku lög­sög­unn­ar.

Ekki bein­ir aðilar að deil­unni

Mak­ríl­deil­an hef­ur á stund­um, einkum í ýms­um er­lend­um fjöl­miðlum, verið bor­in sam­an við þorska­stríðin sem Íslend­ing­ar háðu við Breta á síðustu öld. Þó deil­an um mak­ríl­veiðarn­ar eigi það sam­eig­in­legt með þorska­stríðunum að snú­ast um fisk­veiðar hef­ur hún ekki átt sér stað með skær­um ís­lenskra varðskipa og breskra her­skipa líkt og í þorska­stríðunum held­ur fyrst og síðast farið fram á póli­tísk­um og diplóma­tísk­um for­send­um.

Mun­ur­inn bygg­ist einna helst á þeirri staðreynd að í dag hafa Íslend­ing­ar viður­kennd yf­ir­ráð yfir 200 mílna efna­hagslög­sögu í kring­um Ísland sam­kvæmt alþjóðasamn­ing­um en í þorska­stríðunum litu Bret­ar svo á að þeir væru að veiða á alþjóðlegu hafsvæði og töldu sig því í full­um rétti til þess að senda her­skip þangað til þess að gæta hags­muna sinna. Þá er því einnig fyr­ir að fara að stjórn sjáv­ar­út­vegs­mála Breta hef­ur verið framseld til Evr­ópu­sam­bands­ins.

Bresk stjórn­völd eru því ekki bein­ir aðilar deil­unn­ar held­ur aðeins í gegn­um veru sína í Evr­ópu­sam­band­inu og sama er að segja um írska ráðamenn. Þeir hafa fyr­ir vikið ekki verið í aðstöðu til þess að beita sér mikið í mál­inu nema með því að hvetja fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins til þess að grípa til aðgerða gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um sem einnig hafa gefið út ein­hliða mak­ríl­kvóta und­an­far­in ár þar sem ekki hafa nást samn­ing­ar um veiðarn­ar.

Ólík sjón­ar­mið deiluaðila

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur ásamt bresk­um og írsk­um stjórn­völd­um sakað Íslend­inga og Fær­ey­inga um óá­byrg­ar veiðar á mak­ríl og jafn­vel rán­yrkju og fyr­ir að stofna mak­ríl­stofn­in­um í hættu. Of­veiði á mak­ríl hef­ur verið veru­legt vanda­mál til þessa og hafa írsk­ar út­gerðir einkum verið sakaðar um slíkt. Þá hef­ur verið bent á mik­il­vægi mak­ríls­ins fyr­ir breskt (þá aðallega skoskt) og írskt efna­hags­líf og að Íslend­ing­ar byggju ekki yfir sögu­legri veiðireynslu þegar kem­ur að veiðum á mak­ríl.

Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar hafa á móti hafnað því að veiðar þeirra væru óá­byrg­ar og lagt áherslu á að taka yrði til­lit til breyttr­ar gengd­ar mak­ríl­stofns­ins við skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans. Það væri óá­sætt­an­legt að mak­ríll­inn gengi í vax­andi mæli inn í lög­sög­ur Íslands og Fær­eyja í æt­is­leit og tæki þar með æti frá öðrum fisk­teg­und­um. Hann færi síðan út úr lög­sög­unni og væri í kjöl­farið veidd­ur af fiski­skip­um Norðmanna og Evr­ópu­sam­bands­ins eft­ir að hafa fitað sig á ís­lensk­um og fær­eysk­um miðum.

Íslend­ing­ar hafa gert kröfu um að fá út­hlutað um 16-17% af ár­leg­um heild­arkvóta vegna mak­ríl­veiða sem miðaður er við ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES). Ein­hliða mak­ríl­kvóti á Íslands­miðum í ár er í sam­ræmi við það en hann nem­ur rúm­lega 145 þúsund tonn. Fær­ey­ing­ar gáfu ný­verið að sama skapi ein­hliða út rúm­lega 148 þúsund tonna kvóta og Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg sömdu sín á dög­un­um um rúm­lega 396 þúsund tonn fyr­ir sam­bandið og rúm­lega 181 þúsund tonn fyr­ir Norðmenn.

Viðskiptaþving­un­um hótað

Síðasta samn­inga­fundi um mak­ríl­deil­una lauk í Reykja­vík 16. fe­brú­ar síðastliðinn án ár­ang­urs þar sem semja átti um mak­ríl­kvóta þessa árs. Reynd­ist sem fyrr of langt á milli deiluaðila. Samn­inga­nefnd Íslend­inga mun hafa verið reiðubú­in að fall­ast á 15% af heild­arkvót­an­um en Evr­ópu­sam­bandið og Norðmenn buðu 7%. Í kjöl­farið hafa for­ystu­menn Breta og Íra lagt aukna áherslu á það við sam­bandið að gripið verði til viðskiptaþving­ana gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um.

Fram hef­ur komið í er­lend­um fjöl­miðlum að slík­ar aðgerðir muni fel­ast í lönd­un­ar­banni á mak­ríl frá Íslandi og Fær­eyj­um og afurðum úr mak­ríl. Einnig öðrum upp­sjáv­ar­teg­und­um sem og inn­flutn­ingi frá lönd­un­um tveim­ur á skip­um og tækni­búnaði til sjó­sókn­ar. Ekki virðist þó enn ljóst hvort það verði niðurstaðan en málið hef­ur ekki verið end­an­lega af­greitt af stofn­un­um Evr­ópu­sam­bands­ins og á Evr­ópuþingið meðal ann­ars eft­ir að fjalla um það.

Íslensk stjórn­völd hafa lagt á það áherslu að slík­ar viðskiptaþving­an­ir væru meðal ann­ars brot gegn samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) fyr­ir utan lönd­un­ar­bann á mak­ríl. Ríkj­um er heim­ilt að banna lönd­un á fisk­teg­und­um sem ekki eru samn­ing­ar um. Slíkt bann er þannig í gildi hér á landi vegna lönd­un­ar er­lendra skipa á mak­ríl af þeirri ástæðu. Hins veg­ar hafa ís­lensk skip ekki verið að landa mak­ríl í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins eða í norsk­um höfn­um.

Tengsl­in við ESB-um­sókn­ina

Ein hlið mak­ríl­deil­unn­ar er tengsl henn­ar við um­sókn ís­lenskra stjórn­valda um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið en deilt hef­ur verið tals­vert um það hér á landi hvort þar væru ein­hver tengsl á milli. Íslensk­ir ráðamenn hafa ít­rekað lagt á það áherslu að um væri að ræða al­ger­lega óskyld mál og ekki væri ásætt­an­legt ef þetta væri tengt sam­an. Ýmsir aðrir, og þar á meðal stjórn­ar­and­stöðuþing­menn, hafa á hinn bóg­inn haldið því fram að um bein tengsl væri að ræða.

Meðal ann­ars hef­ur verið vísað í um­mæli for­ystu­manna inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins því til stuðnings að mál­in tvö tengd­ust og nú síðast í sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Írlands, Simon Co­veney, sem sagði fyrr í þess­um mánuði að hann teldi að erfitt yrði að hefja viðræður um sjáv­ar­út­vegs­mál í tengsl­um við um­sókn­ina á meðan mak­ríl­deil­an væri enn óleyst. Viðræðurn­ar eru þó fyrst og fremst á for­ræði fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins en ekki ein­stakra ríkja sam­bands­ins.

Hvort sem mak­ríl­deil­an kann að hafa áhrif á viðræðurn­ar í tengsl­um við um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið þá er á hinn bóg­inn ljóst að end­an­leg­ur samn­ing­ur um inn­göngu Íslands, komi til hans, er háður samþykki stjórn­valda allra ríkja sam­bands­ins og þar á meðal Bret­lands og Írlands. Miðað við fyrri samn­inga um inn­göngu ríkja í Evr­ópu­sam­bandið er ljóst að slík­ur samn­ing­ur yrði ekki sett­ur í slíkt samþykkt­ar­ferli nema ljóst væri að Bret­ar og Írar létu ekki steyta á mak­ríl­deil­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert